Verslun á Akureyri með blóm og gjafavöru á sér langa sögu sem nær allt aftur til ársins 1945. Þá opnaði Kaupfélag Eyfirðinga litla blómaverslun við Ráðhústorg og voru þar eingöngu seld blóm frá Gróðrarstöðinni Brúnalaug í Eyjafirði sem KEA stofnsetti 1937. Árið 1946 var blómaverslunin flutt í Hafnarstræti 89 eða gamla Teríuhúsnæðið sem hýsir Hamborgarafabrikkuna þegar þetta er skrifað og tók þá Arnór Karlsson við deildarstjórastöðu verslunarinnar. Arnór breytti og bætti verslunina með meira blómaúrvali frá Hveragerði, ásamt úrvali gjafavara til fegrunar fyrir heimili bæjarbúa. Árið 1956 fluttist blómabúðin í leiguhúsnæði í Hafnarstræti 96 þar sem Arnór sá um verslunina til ársins 1965 en þá tók Ólafur Axelsson við af honum. Árið eftir hætti Kaupfélagið rekstri verslunarinnar, meðal annars af húsnæðisástæðum.
Arnór heldur síðan verslunarrekstrinum áfram í 31 ár eða til áramóta 1997 undir nafninu Blómabúðin Laufás.
Hjónin Sigmundur Rafn Einarsson og Guðbjörg Inga Jósefsdóttir hefja rekstur að nýju í Hafnarstræti 96 og breyta nafni verslunarinnar í Blómabúð Akureyrar.
Árið 2001 kaupa hjónin Jóhann Gunnar Arnarsson og Kristín Ólafsdóttir Blómabúð Akureyrar og starfrækja hana til 1. febrúar 2003. Þá kaupa verslunina hjónin Anna Hulda Hjaltadóttir og Ólafur Þorsteinn Ólafsson, ásamt hjónunum Gunnhildi Ragúels Halldórsdóttur og Hafþóri Viðarssyni. Þann 1. febrúar 2006 kaupa þau hjónin einnig Blómabúðina Akur, Kaupangi við Mýrarveg, en sú verslun var fyrst opnuð 1974. Breyting varð á eignarhaldi í nóvember 2015. Þá hætta þau Anna Hulda og Ólafur rekstri en núverandi eigendur, Gunnhildur og Hafþór, halda uppi merkinu og gera enn í anda Arnórs Karlssonar sem lagði metnað sinn í að bjóða fjölbreytt úrval fallegra blóma og gjafavöru við hvers manns hæfi – vörur sem fegra heimili þitt.
The flower and gift shop in Akureyri has a long history that dates back to 1945. At that time, the Eyfirðinga Commercial Association opened a small flower shop at Rádhústorg and sold only flowers from the Brúnalaug nursery in Eyjafjörður, which KEA founded in 1937. In 1946, the flower shop was moved to Hafnarstræti 89, or the old Teríuhóbniðið, which houses the Hamburger Factory at the time of writing, and Arnór Karlsson took over as department manager of the shop. Arnór changed and improved the shop with a larger selection of flowers from Hveragerði, along with a selection of gift items to beautify the homes of the town's residents. In 1956, the flower shop moved to rented premises at Hafnarstræti 96, where Arnór ran the shop until 1965, when Ólafur Axelsson took over. The following year, the Commercial Association ceased operations of the shop, partly for housing reasons.